Kvennalið ÍBV lagði Gróttu að velli í fyrstu umferð úrslitakeppni N1 deildarinnar í kvöld. Lokatölur urðu 26:19 en staðan í hálfleik var 13:6. Þórsteina Sigurbjörnsdóttir og Ivana Mladenovic voru markahæstar í liði ÍBV með sjö mörk hvor. Næsti leikur ÍBV og Gróttu fer fram á Seltjarnanesi og ef ÍBV vinnur, er liðið komið í undanúrslit Íslandsmótsins.