Eins og áður hefur komið fram tapaði ÍBV fyrir Gróttu með einu marki í dag, sem þýðir að liðin verða að mætast í oddaleik í Eyjum á mánudaginn. Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV var einstaklega harðorður í garð dómara leiksins í viðtalið á Sport.is og segir að annar þeirra hafi ekki verið í ástandi til að dæma leikinn, hann hefði angað af áfengisfýlu.