Frosti ehf. á Grenivík hefur fest kaup á Smáey VE 144, 200 brúttólesta ísfisktogara frá Vestmannaeyjum. Smáey mun leysa frystitogarann Frosta ÞH 229 af sem seldur var til Kanada í febrúar sl. Kaupandi Frosta er Select Seafood Canada Ltd. Frosti hefur fengið nafnið Northern Alliance og heimahöfn þess er í Vancouver.