Fyrstu lundar vorsins eru mættir til Eyja en um klukkan tvö í dag sáust fjórir lundar norðan við Valshilluhamar í Höfðavík. Þetta kemur fram á vef Náttúrustofu Suðurlands en þar segir jafnframt að undanfarin ár hafi lundin sest upp í hlíðar og björg Vestmannaeyja um 14. apríl.