Heimaey VE 1, nýtt og fullkomið fiskiskip Ísfélags Vestmannaeyja, verður formlega afhent á þriðjudaginn kemur, 17. apríl. Skipið var smíðað í ASMAR-skipasmíðastöðinni í Síle. Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, gerir ráð fyrir því að skipið leggi af stað í siglinguna heim til Íslands í næstu viku. Áætlað er að siglingin taki um þrjár vikur.