Nú þegar Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hefur fagnað framkomnum frumvörpum um stjórn fiskveiða og veiðigjöld, þá telja Eyverjar óhjákvæmilegt að Sólveig Adolfsdóttir stjórnarmaður í Kjördæmisráði Samfylkingarinnar í suðurkjördæmi, Guðrún Erlingsdóttir formaður Samfylkingarinnar í Vestmannaeyjum og þingmenn Samfylkingarinnar í kjördæminu upplýsi Eyjamenn, sem og aðra, um afstöðu sína til frumvarpanna.