Heimaey VE 1 verður formlega afhent nýjum eigendum í dag, þriðjudag. Skipið hefur verið í smíðum í Chile, í skipasmíðastöðinni ASMAR en gert er ráð fyrir að siglingin heim taki um þrjár vikur. Skipið er afar glæsilegt og verður eitt fullkomnasta skip flotans á Íslandi en Heimaey er rúmlega 71 metrar að lengd og 14,40 metra breitt. Burðargeta skipsins er um tvö þúsund tonn í tíu tönkum sem eru búnir öflugu RSW-kælikerfi.