Söngkeppni Framhaldsskólanna fer fram með nokkuð breyttu sniði í ár en verið hefur. Myndbönd með flutningi keppendanna eru birt á Mbl.is og geta áhorfendur kosið í símakosningu sitt uppáhalds lag. 32 lög eru í keppninni í ár en 12 komast áfram í úrslita sem verða í Ríkissjónvarpinu næstkomandi laugardag. Hjörtur Friðriksson er fulltrúi FÍV í keppninni en hann syngur lagið Hey Ya! með André 3000 en íslenskan texta samdi Rósa Guðmundsdóttir. Hægt er að sjá lagið hér að neðan.