„Allt gekk eftir áætlun og við erum búin að taka við Heimaey VE 1,“ sagði Eyþór Harðar­son. útgerðarstjóri Ísfélgsins sem var við­staddur þegar Asmar-skipasmíða­stöðin Asmar í Chile afhenti félaginu nýja skipið á þriðjudaginn. „Áætlun um heimsiglingu er á sumar­daginn fyrsta og vonandi fáum við skipið heim til Eyja eftir þrjár til fjórar vikur,“ bætti Eyþór við.