Myndbandsupptaka af óvenjulegu athæfi við Vestmannaeyjabæ þar sem maður hangir í mikilli hæð í 2×260 metra reipi sem hann svo losar, hefur vakið mikla eftirtekt. Um er að ræða svo kallað „Rope Swing Drop“ sem gengur út á að strengd eru reipi milli tveggja punkta í mikilli hæð. Þátttakandi fikrar sig út á mitt reipið og sleppir svo, fellur tugi metra og sveiflar sér svo um í reipinu. Í þessu tilfelli var strengt úr Hánni yfir í Skiphella. Uppátækið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.