Í kvöld klukkan 18:00 fer fram þriðji, og hugsanlega síðasti leikur Fram og ÍBV í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna. Fram er komið í 2:0 í einvíginu eftir sigur í Eyjum á laugardaginn sem þýðir að ÍBV er komið með bakið upp að vegg. Tap í kvöld þýðir að Fram er komið áfram í úrslitin en sigur hjá ÍBV þýðir að liðin mætast að nýju í Eyjum næstkomandi fimmtudag.