ÍBV er úr leik í úrslitakeppni Íslandsmótsins eftir að hafa tapað þriðja leiknum fyrir Fram. Liðin áttust við á heimavelli Fram en heimastúlkur unnu sannfærandi sigur, 29:21. Eins og í hinum tveimur leikjum einvígisins, þá kláruðu Framstúlkur leikinn í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi í kvöld var 16:6. Eins og sjá má var sóknarleikur Eyjaliðsins langt í frá nógu góður í fyrri hálfleik.