Eyjapeyinn Gunnar Þorsteinsson var á dögunum valinn besti leikmaður unglingaliðs Ipswich en það var stuðningsmannaklúbbur félagsins sem stóð fyrir valinu. Gunnar fékk því Dale Roberts-bikarinn svonefnda að launum en Gunnar er sonur Þorsteins Gunnarssonar, fyrrum leikmanns ÍBV og Rósu Baldursdóttur. Gunnar er fæddur í Eyjum en fluttist ungur til Grindavíkur.