Lundinn settist upp á sumardaginn fyrsta í Heimakletti, þannig að hann var óvenju jákvæmur í ár. Í gærkvöldi var síðan gríðarlegt lundaflug í öllum fjöllum og ljóst að lundinn er mættur í milljónatali að venju. Varðandi lundasumarið þá reikna ég frekar með því að umhverfisráðherra verði búinn að banna allar veiðar áður en veiðitíminn hefst og í samræmi við ákvörðun hennar við að stytta veiðitímabil svartfugls, án þess að ræða við nokkurn mann.