Íslenski framherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem leikur með Norrköping í Svíþjóð skoraði tvennu í sigri liðsins á Malmö FF í dag. Gunnar Heiðar kom Norrköping yfir með heldur umdeildu marki, en þá var skotið í hönd hans og þaðan fór knötturinn í netið. Malmö tókst að jafna um miðjan síðari hálfleik áður en Gunnar kom Norrköping aftur yfir á 80. mínútu.