Heimaey VE 1, nýtt og glæsilegt uppsjávarskip Ísfélagsins, komst í nótt í gegnum Panamaskurðinn og er nú á siglingu inn í Karabískahafið. Skipverjar um borð þurftu að bíða síðan á föstudagskvöld í síðustu viku eftir að komast í gegn en það gekk loks í nótt og heldur heimferðin því áfram.