Föstudaginn 1. júní, um Sjómannadagshelgina, verður sannkallaður stórleikur á Hásteinsvellinum þegar ÍBV og Fylkir mætast. Um er að ræða sérstakan minningarleik Steingríms Jóhannessonar, sem einmitt vann titla með báðum liðum en lengst af lék hann auðvitað með ÍBV. Liðin í leiknum verða skipuð gömlum leikmönnum félaganna, sem flestir léku með Steingrími en þar sem um gamla leikmenn er að ræða, verður leiktíminn aðeins 2×30 mínútur. Leikurinn hefst klukkan 18:00.