Eyjamenn gerðu markalaust jafntefli í kvöld þegar Breiðablik kom í heimsókn. Aðstæður voru allar hinar ákjósanlegustu í kvöld, ágætis veður, hæg gola og völlurinn kemur sérlega vel undan vetri. Leikurinn var ágætis skemmtun en mörkin vantaði sárlega. Eyjamenn voru í heildina sterkari aðilinn en Blikar hefðu vel getað stolið sigrinum undir lokin.