Árið 2012 er afmælisár í Safnahúsi því að Byggðasafnið fagnar 80 ára afmæli og Bókasafnið verður 150 ára. Samfelld dagskrá verður afmælisvikuna 30. júní til 8. júlí en Safnahúsið er í hátíðarbúningi allt árið og sýningar og viðburðir í öllum deildum hússins. Laugardaginn 12. maí hefst sumaropnun í Sagnheimum, byggðasafni með dagskrá kl. 14 en safnið verður síðan opið daglega frá kl. 11-17 til 15. september.