Leiktíma leiks ÍBV og Vals í 1. umferð Pepsídeildar kvenna hefur verið breytt. Leikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 16:00 á morgun, sunnudag en leiknum hefur verið flýtt til klukkan 13:00. Leikurinn verður án efa mjög spennandi enda voru liðin tvö í toppbaráttu í fyrra og enduðu í öðru og þriðja sæti deildarinnar.