Það er óhætt að segja að kvennalið ÍBV hafi byrjað Íslandsmótið vel en liðið lagði í dag Val að velli á Hásteinsvellinum 4:2 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 0:2 Val í vil. Það var reyndar rokið sem lék aðalhlutverkið í dag. Sterkur vindur stóð beint á annað markið enda komu öll mörk leiksins undan vindi.