Lokahóf Handknattleikssambands Íslands var haldið í kvöld en hápunktur kvöldsins er verðaunaafhending fyrir veturinn. Meðal annars var tilkynnt um lið tímabilsins, bæði í karla- og kvennaflokki en í síðarnefnda flokknum átti ÍBV tvo fulltrúa, þær Florentina Stanciu og Ester Óskarsdóttur.