Það var frekar rólegt hjá lögreglu í vikunni sem leið og rólegt í kringum skemmtistaði bæjarins. Eitthvað var um tilkynningar vegna foks vegna norðanbálsins sem gekk yfir landið í byrjun vikunnar, en ekkert tjón hlaust af því. Alls voru fimm umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið sem verður að teljast nokkur fjöldi miðað við undanfarnar vikur og mánuði. Í öllum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.