Starfshópur um framtíðarskipan sorpmála hefur skilað af sér greinargerð og tillögum varðandi Sorporkustöð Vestmannaeyja en málið var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síð­ustu viku. Vestmannaeyjabær fékk frest til að skila áætlun um framtíð Sorporkustöðvarinnar og skyldrar starfsemi til 11. maí en tillögurnar hafa nú þegar verið sendar til Umhverfisstofnunar þar sem þær eru nú til skoðunar.