Kvennalið ÍBV var sannarlega skotið aftur niður á jörðina eftir 4:2 sigur á Val í fyrstu umferðinni þegar Eyjastelpur sóttu FH heim í Kaplakrika í annarri umferð Pepsídeildarinnar. Nýliðarnir, með Eyjastelpuna Bryndísi Jóhannesdóttur í broddi fylkingar, unnu sannfærandi sigur 4:1 en FH komst í 4:0 áður en Berglind Björg Þorvaldsdóttir minnkaði muninn í uppbótartíma.