ÍBV tekur á móti Fylki í dag klukkan 16:00 á Hásteinsvellinum. Óhætt er að segja að Eyjamenn tefli fram vængbrotnu liði því hvorki fleiri né færri en fimm byrjunarliðsmenn eru á meiðslalistanum og munar um minna. Eyjamenn léku samt sem áður vel í síðasta leik gegn KR þrátt fyrir að hafa tapað 3:2. Leikmenn ÍBV skora á stuðningsmenn liðsins að fjölmenna á völlinn og sýna stuðning í verki enda er von á fjölmennum hópi stuðningsmanna Fylkis á völlinn.