Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal birti í dag á vefsvæði sínu umfjöllun um atvinnuástand í Vestmannaeyjum og hvernig Ísland er að krafla sig í gegnum kreppuna. Bæði er þar að finna grein þar sem m.a. er rætt við Daða Pálsson um rekstur Godthaab í Nöf og einnig við Einar Björn Árnason, matreiðslumann sem nýverið opnaði myndarlegt veitingahús á Hótel Vestmannaeyjar.