Úttekt á gjaldhæfi útgerðarfyrirtækja í Vestmannaeyjum leiðir í ljós að 8 af 11 fyrirtækjum sem greiða veiðiskatt lenda í meiriháttar greiðsluerfiðleikum. Hjá þessum 8 fyrirtækjum starfa rúmlega 400 manns og hafa þau til umráða 58% af aflaheimildum Eyjanna. Nái frumvarp sjávarútvegsráðherra fram að ganga munu því bankar og fjármálastofnanir hafa veruleg áhrif á hvort þessar aflaheimildir verði veiddar og unnar í Vestmannaeyjum.