Eftir hádegi í dag hefur verið mikið og heldur andstyggilegt öskumistur yfir Vestmannaeyjum. Mistrið er mjög þétt en fyrir hádegi var veður einstaklega gott, sól og blíða. Hins vegar snarbreyttist ástandið í hádeginu þegar vindur snerist og feykti um leið öskumistrinu yfir eyjarnar. Ástandið er þannig að gangandi vegfarendur finna strax fyrir öskunni, fá ryk í augun og í öndunarfærin.