Hörður Magnússon, þáttastjórnandi Pepsímarkanna á Stöð2 Sport segir það alls ekki tilgangur þáttarins að sverta ímynd ÍBV eða fjalla með neikvæðum hætti um liðið. Hann segir að ÍBV sé annað tveggja liða í byrjun Íslandsmótsins sem hafi valdi vonbrigðum og slíkt kalli á gagnrýna umræðu um liðið. Hörður sagðist jafnframt aðspurður ekkert hafa á móti ÍBV en það hafi hann heyrt í nokkur ár.