Uppistands- og skemmti­fræðslu­­sýningin Hvað ef? verður sýnd í Félagsheimilinu við Heiðarveg í dag, þriðjudaginn 22. maí. Það er Íslandsbanki sem býður Eyja­mönnum á sýninguna og er aðgangur ókeypis. Í sýningunni er fjallað um mál eins og vímu­efni, áfengi, kynferðisofbeldi, ölvunarakstur, einelti og foreldra­vandamál.