Kiwanisklúbburinn Eldfell fagnaði á dögunum eins árs afmæli sínu. Af því tilefni var ákveðið að standa fyrir söfnun til að útbúa sjúkraklefa í varðskipinu Þór, glænýju varð­skipi okkar Íslendinga. Útbúa á sjúkraklefann með þeim tólum sem til staðar þurfa að vera, svo hægt sé með góðu móti að taka við slös­uðum eða veikum sjómönnum og öðrum þeim sem varðskipið bjargar úr lífsháska.