Í gær voru talin atkvæði í kjöri til vígslubiskups á Hólum en sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjum var einn þriggja sem gaf kost á sér til embættisins. Atkvæðin skiptust þannig að sr. Gunnlaugur Garðarson fékk 27 atkvæði, sr. Kristján 57 og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir 76. Enginn hlaut því hreinan meirihluta og verður valið milli sr. Kristjáns og sr. Solveigar.