Það var skemmtileg stemmning á Hásteinsvelli í dag þegar eldri leikmenn ÍBV og Fylkis áttust við í Minningarleik Steingríms Jóhannessonar. Þótt flestir leikmennirnir séu nokkrum kílóum þyngri en þeir voru þegar þeir voru upp á sitt besta, var léttleikinn í fyrirrúmi enda allir mættir til að skemmta sér og heiðra minningu Steingríms. Fjölmargir áhorfendur voru á leiknum og skemmtu sér vel, ekki síður en leikmennirnir. Lokatölur urðu 5:3 fyrir ÍBV en markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu fyrir ÍBV.