Í gær sótti KFS lið Ísbjarnarins heim á gervigras Kórsins í K’opavogi. Ísbirnirnir virtust eiga erfitt uppdráttar í sumarblíðunni því Eyjamenn fór á kostum og unnu 1:6, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 0:4. Hjalti Kristjánsson, þjálfari liðsins kom inn á, á 80. mínútu leiksins og varð þar með elsti leikmaðurinn sem spilað hefur í Íslandsmótinu í knattspyrnu, en Hjalti er á 54. aldursári.