Í dag, mánudaginn 4. júní, verður haldinn opinn fundur í Höllinni en fundarefnið er kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar. Fundurinn hefst klukkan 13:00 en að honum standa sjómannafélögin í Vestmannaeyjum, Skipstjóra- og Stýrimannafélagið Verðandi, Sjómannafélagið Jötunn, Vélstjóradeild VM í Vestmannaeyjum og svo stéttarfélagið Drífandi.