Besti leikmaður ÍBV í vetur í handboltanum, línumaðurinn Pétur Pálsson, hefur ákveðið að yfirgefa félagið og leika með norska handknattleiksliðinu Kristiansund. Þetta kemur fram á mbl.is en Pétur gerir tveggja ára samning við norska liðið. Hann er annar leikmaður ÍBV sem yfirgefur liðið en áður hafði Vignir Stefánsson skipt yfir í Val.