Í gærkvöldi og í nótt gekk Venus fyrir Sólu. Fylgst var með viðburðinum út um allan heim en reiknað var með því að fyrirbærið myndi sjást vel á Íslandi. Félagar í Stjörnufræðifélagi Vestmannaeyja komu saman en veðurguðirnir voru þeim ekki hliðhollir því skýjað var í gærkvöldi þannig að félagar sáu ekki til sólar, né Venusar.