Ekki verður betur séð en að í það minnsta níu skip séu á leið frá Eyjum til Reykjavíkur þar sem boðað hefur verið til samstöðufundar útgerðarmanna og sjómanna á Austurvelli. Samkvæmt vefnum marinetraffic.com eru Suðurey VE, Drangavík VE, Ísleifur VE, Kristbjörg VE, Kap VE, Jón Vídalín VE, Vestmannaey VE, Bergey VE og Bergur VE öll í samfloti vestur eftir suðurströndinni.