Eins og fram hefur komið sigldu mörg fiskiskip úr Eyjaflotanum til Reykjavíkur í nótt en þar ætla sjómenn að sameinast á samstöðufundi útgerðarmanna, sjómanna og starfsfólks í sjávarútvegi. En það eru ekki bara sjómenn frá Eyjum sem ætla að fjölmenna á fundinn, því um 70 manna hópur starfsfólks Vinnslustöðvarinnar mun einnig mæta á fundinn og sjálfur bæjarstjórinn hefur boðað komu sína á Austurvöll klukkan 16:00 í dag.