Áætlað er að nokkur þúsund manns mótmæli nú kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar á samstöðufundi útgerðarmanna og sjómanna á Austurvelli í Reykjavík. Fundurinn hófst klukkan 16:00 en eins og áður hefur komið fram, hafa Eyjamenn ekki látið sitt eftir liggja og fjölmenntu bæði sjómenn og starfsmenn í sjávarútvegi til Reykjavíkur á fundinn.