Byggðastofnun hefur gefið út skýrslu sem ber heitið: Samfélag, atvinnulíf og íbúaþróun í byggðarlögum með langtíma fólksfækkun. Í skýrslunni eru tekin til skoðunar svæði þar sem íbúum hefur fækkað um 15 prósent eða meira á síðustu 15 árum. Alls eru þetta 30 sveitarfélög og þar á meðal eru Vestmannaeyjar.