Mikil umræða um sjávarútvegsmál fer nú fram í þjóðfélaginu, ekki síst í netmiðlum. Þar láta margir „spekingar“ ljós sitt skína. Ég er í hópi starfsfólks í sjávarútvegi og er stolt af því.
Ég vinn hjá vel reknu sjávarútvegsfyrirtæki sem hefur keypt allar þær veiðiheimildir sem það ræður yfir. Ég fæ alls ekki skilið hvernig stjórnarþingmenn og aðrir geta talað um að frumvörpin, sem nú eru til afgreiðslu á Alþingi, hafi ekki áhrif á fólk sem við sjávarútveg starfar.