Knattspyrnuunnendur í Eyjum ættu að hafa nóg fyrir stafni í dag. Fyrir utan leikina tvo í Evrópumóti landsliða, sem sýndir eru í sjónvarpinu, er hægt að sjá tvo leiki í Eyjum. Eins og áður hefur komið fram tekur kvennalið ÍBV á móti Selfoss í kvöld klukkan 18:00. Á sama tíma tekur KFS á móti Árborg í suðurlandsslag í A-riðli 3. deildar.