Kvennalið ÍBV tekur á móti Selfossi í Pepsídeild kvenna á Hásteinsvelli klukkan 18:00 í dag. Nýliðar Selfoss hafa farið vel af stað í Íslandsmótinu en liðið er í 6. sæti, hefur unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur. ÍBV er hins vegar í 4. sæti, hefur unnið þrjá leiki en tapað tveimur.