Handknattleiksmaðurinn Leifur Jóhannesson hefur ákveðið að söðla um og ganga í raðir Íslandsmeistara HK. Leifur gerði þriggja ára samning við HK, sem varð Íslandsmeistari á vordögum undir stjórn þeirra Erlings Richardssonar og Kristins Guðmundssonar. Erlingur mun einmitt þjálfa hjá ÍBV næsta vetur og mun Kristinn einn sjá um þjálfun HK.