Fyrstu skipin eru byrjuð makrílveiðar í íslenskri lögsögu og voru í gær um 35 mílur suður af Vestmannaeyjum. Aflabrögð mættu vera betri, sagði skipstjórinn á Sighvati Bjarnasyni, og enn er makríllinn heldur mjósleginn.