ÍBV sækir ÍA heim í kvöld í Pepsídeild karla en leikur liðanna hefst klukkan 20:00. Nýliðar ÍA hafa farið mjög vel af stað í Íslandsmótinu en liðið er í efsta sæti deildarinnar og hefur unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli. ÍBV fór hins vegar illa af stað í mótinu en hefur verið að ná sér á strik í síðustu leikjum. Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV segist eiga von á erfiðum leik í kvöld.