Hafrannsóknastofnun boðar til opins fundar um veiðiráðgjöf komandi fiskveiðiárs og starfsemi stofnunarinnar, á Hótel Vestmannaeyjum í kvöld klukkan 20:00. Formleg dagskrá og erindi hefjast hins vegar ekki fyrr en klukkan 20.30 vegna EM í fótbolta. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri, ásamt sérfræðingum mun kynna nýútkomna skýrslu stofnunarinnar. Að erindum loknum verður opnað fyrir almennar umræður.