Landssamband íslenskra útvegsmanna harmar þá ákvörðun Alþingis að samþykkja lög sem munu þrefalda veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Hækkunin mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir einstök fyrirtæki og byggðarlög, eins og bent hefur verið á í fjölmörgum umsögnum sem bárust atvinnuveganefnd.